Keflvíkingar játuðu sig sigraða gegn Tindastóli

Keflvíkingar þurftu að játa sig sigraða gegn Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Lokatölur leiksins voru 88-97 fyrir Tindastóli.

Stigahæstur í liði Keflvíkinga var Reggie Dupree með 19 stig. Ágúst Orrason skoraði 15 stig og átti 8 fráköst og Magnús Már Traustason var með 13 stig.

Keflvíkingar munu næst mæta Hetti á Egilsstöðum en sá leikur fer fram þann 16. nóvember næstkomandi.

Meðfylgjandi myndir tók Páll Orri Pálsson á leiknum í kvöld.