Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í taekwondo
Myndir úr safni VF. Að neðan má sjá Ástrósu Brynjarsdóttur.
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 09:54

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í taekwondo

Um nýliðna helgi var haldið Íslandsmót í svokölluðu poomsae (tækni) í Taekwondo. Keflvíkingar mættu til leiks með marga af sínu bestu keppendum þó nokkra hafi vantað. Keppendur Keflavíkur stóðu sig með stakri prýði og sigruðu marga flokka. Ástrós Brynjarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson, bæði úr Keflavík voru valin keppendur mótsins, en þau unnu þrenn gullverðlaun hvor í þeim þremur greinum sem keppt var í.

Þegar uppi var staðið eignaðist Keflavík fjölda Íslandsmeistara og sigruðu mótið með minnsta mögulega mun. Í stigakeppni félaga voru Ármann og Keflavík jöfn með 118 stig, en þar sem Keflavík vann til fleiri gullverðlauna ( 10 á móti 6) Keflvíkingar eru því Íslandsmeistarar félaga 2012 í tækni. Keflvíkingar unnu einnig liðakeppnina í Íslandsmótinu í bardaga sem haldið var í vor og eru því án nokkurs vafa sterkasta taekwondo félag landsins. Keflvíkingar hafa samtals 5 sinnum unnið liðakeppni á Íslandsmóti sem er frábær árangur.

Public deli
Public deli

Taekwondo deild Keflavíkur og judodeild Njarðvíkur flytja í nýtt húsnæði að Iðavöllum í dag en báðar deildirnar hafa þurft að búa við slæma aðstöðu síðustu ár og eru þetta því gleðitíðindi fyrir Teakwondo- og judoiðkendur .

Taekwondodeildin er einnig  að senda 7 keppendur erlendis á mót eftir tæpar 2 vikur. Keppnin er í Skotlandi og er þar um stórt mót að ræða.