Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflvíkingar Íslandsmeistarar í taekwondo
    Hópurinn galvaski. Myndir: Jón Oddur og Ómar Jón.
  • Keflvíkingar Íslandsmeistarar í taekwondo
    Úr einni viðureigninni.
Mánudagur 16. mars 2015 kl. 09:37

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í taekwondo

Keflavík urðu Íslandsmeistarar í taekwondo um helgina. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut, en átti upphafilega að fara fram á laugardeginum en var frestað vegna veðurs. Keflvíkingar sigruðu mótið örugglega en í liðakeppninni voru stigin eftirfarandi:

1. Keflavík - 81 stig
2. Afturelding 39 stig
3. Selfoss 38 stig
 
Keppandi mótsins í karlaflokki var Björn Þorleifsson frá Selfossi. Björn er margfaldur Íslands og Norðurlandameistari og fyrrum atvinnumaður í taekwondo. Keppandi mótsins í kvennaflokki var Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík. Ástrós er farsælasti kvenkeppandi landsins um þessar mundir en hún er margfaldur Íslands og Norðurlandameistari og íþróttamaður Reykjanesbæjar. Ástrós var mjög sterk á þessu móti og sýndi mikla yfirburði.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024