Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í 8. flokki í körfu
Keflvíkingar með þjálfara sínum, Birni Einarssyni eftir sigurinn á Fjölni.
Laugardagur 23. mars 2013 kl. 07:00

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í 8. flokki í körfu

Eftir að hafa lent tvisvar í 2. sæti kom loks titillinn í hús hjá Keflvikingum.

8. flokkur Keflavíkur í körfuknattleik varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik í DHL deildinni í Reykjavík. Lokatölur urðu 44-40 og fögnuðu Keflvíkingar vel og innilega en liðið hefur tvívegis á undanförnum árum endaði í 2. sæti.

Keflvíkingar komu geysilega einbeittir og grimmir til leiks gegn þeim gulu úr Grafarvoginum. Keflavík náði strax góðri forystu og hélt henni lengstum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik. Fjölnispeyjar komu hins vegar mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í minnst eitt stig. Keflvíkingar héldu hins vegar haus og innbyrtu sætan en sanngjarnan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór Sveinsson  skoraði meira en helming stiga Keflavíkur eða 24 stig. Drengurinn er ótrúlega öflugur og efnilegur körfuboltamaður. Hann er á yngra ári í flokknum en samt lykilmaður í honum. Arnór skoraði 4 þriggja stiga körfur í leiknum í aðeins fimm tilraunum.

Fagnað með Bjössa þjálfara í leikslok.

Arnór Sveinsson skorar tvö af 26 stigum sínum í leiknum gegn Fjölni.