Keflvíkingar Íslandsmeistarar í 2. deild C-liða
Keflvíkingar sigruðu Reyni Sandgerði 100:69 í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild C-liða, gamla 1. flokknum. Keflvíkingar voru betri aðilinn allan leikinn eins og tölurnar gefa til kynna og sigruðu auðveldlega.Keflvíkingar hafa á skemmtilegu liði að skipa en þarna eru mörg kunn nöfn að spila eins og Albert Óskarsson og Einar Einarsson sem eru gamlir refir í boltanum.