Keflvíkingar Íslandsmeistarar 2003 - Myndasyrpa!
Keflvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í körfuknattleik eftir að hafa farið taplausir í gegnum undanúrslit og úrslit á móti Suðurnesjaliðunum Njarðvík og Grindavík. Lokatölur í gær voru 102:97 og var Edmund Saunders bestur hjá Keflavík með 37 stig og 10 fráköst og var hann án efa maður úrslitakeppninnar, lék stórkostlega alla seríuna. Við birtum hér nokkrar myndir frá leiknum í gær!
Smellið hér til að sjá myndir úr leiknum!
Á morgun munu Keflvíkingar halda Íslandsmeistaraball í Stapanum þar sem allir eru velkomnir að fagna með nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur í karla- og kvennaflokki.
Húsið opnar kl. 19.00 og hefst hátíðarkvöldverður kl. 20.00. Verðið á lokahófið með mat og balli er kr. 3500 en verð á ballið sem hefst eftir miðnætti er 1500 kr. Stuðhljómsveitin Flugan leikur fyrir dansi en heiðursgestir er
Íslandsmeistarar karla og kvenna.
Smellið hér til að sjá myndir úr leiknum!
Á morgun munu Keflvíkingar halda Íslandsmeistaraball í Stapanum þar sem allir eru velkomnir að fagna með nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur í karla- og kvennaflokki.
Húsið opnar kl. 19.00 og hefst hátíðarkvöldverður kl. 20.00. Verðið á lokahófið með mat og balli er kr. 3500 en verð á ballið sem hefst eftir miðnætti er 1500 kr. Stuðhljómsveitin Flugan leikur fyrir dansi en heiðursgestir er
Íslandsmeistarar karla og kvenna.