Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sunnudagur 24. nóvember 2002 kl. 18:01

Keflvíkingar íslandsmeistar í innanhússknattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni

Keflavíkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu í fyrsta skipti er þeir sigruðu Þrótt úr Reykjavík, 5-1, í úrslitaleik í Smáranum. Jóhann Benediktsson, Jónas Sævarsson, Guðjón Antoníusarson og Magnús Þorsteinsson sáu um markaskorunina fyrir liðið. Keflavík sigraði ÍBV 5-1 í 8-liða úrslitum og Val í 3-1 í 4-liða úrslitum.Haraldur Guðmundsson varnarmaður Keflvíkinga var að vonum ánægður með þennan glæsilega árangur. "Liðið spilaði agaða og örugga knattspyrnu á mótinu og árangurinn var eftir því þó svo við höfðum ekkert æft innanhúss fyrir þetta mót", sagði Haraldur í samtali við Víkurfréttir. Haraldur sagði einnig að það væri frábært að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í innanhússknattspyrnu og vonandi væri þetta byrjunin á uppreisn félagsins.

Milan Stefán Jankovic, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, hefur því komið fyrsta titlinum í hús til félagsins og tók það án efa skemmri tíma en menn bjuggust við.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024