Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar inn í úrslitakeppni eftir stórsigur
Fimmtudagur 3. mars 2016 kl. 09:18

Keflvíkingar inn í úrslitakeppni eftir stórsigur

Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Hamars þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Munurinn varð á endanum 37 stig, eða 96:57. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp í fjórða sætið sem gefur rétt í úrslitakeppnina. Monica Wright spilaði aðeins meira með Keflvíkingum núna en í síðasta leik og skoraði 17 stig. Þær Melissa Zorning og Sandra Lind bættu svo við 14 stigum hvor en Sanda tók auk þess 14 fráköst.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024