Keflvíkingar inn í úrslitakeppni eftir stórsigur
Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Hamars þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Munurinn varð á endanum 37 stig, eða 96:57. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp í fjórða sætið sem gefur rétt í úrslitakeppnina. Monica Wright spilaði aðeins meira með Keflvíkingum núna en í síðasta leik og skoraði 17 stig. Þær Melissa Zorning og Sandra Lind bættu svo við 14 stigum hvor en Sanda tók auk þess 14 fráköst.