Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar íhuga tilboð í Arnór Ingva
Mánudagur 13. ágúst 2012 kl. 09:49

Keflvíkingar íhuga tilboð í Arnór Ingva

Keflvíkingum hefur borist tilboð frá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf í miðjumanninn efnilega Arnór Ingva Traustason sem leikur með liðinu í Pepsi-deild karla.

Keflvíkingum hefur borist tilboð frá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf í miðjumanninn efnilega Arnór Ingva Traustason sem leikur með liðinu í Pepsi-deild karla. Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflvíkinga staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir nú í morgun en hann segir að málið sé núna í skoðun hjá knattspyrnudeild.

Arnór hefur vakið mikla athygli í sumar hjá Keflavík fyrir vaska framgöngu en hann og liðsfélagi hans Sigurbergur Elísson fóru á reynslu hjá norska liðinu í síðasta mánuði og stóðu sig vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta eru kannski lægri tölur en við höfðum hugsað okkur en þetta er í skoðun, það er ekkert tekið af borðinu strax,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að málið væri algerlega í þeirra höndum og að núna sé verið að taka ákvörðun. Hann býst við því að málin skýrist í vikunni en hann sagði viðræður ekki svo langt komnar að vitað væri hvenær Arnór færi út ef af sölu verður.