Keflvíkingar í viðræðum við nýjan erlendan leikmann
Svo gæti farið að Keflvíkingar fái til liðs við sig nýja bandarískan leikmann, Edmund Saunders að nafni. Saunders er um tveir metrar á hæð og lék með Uconn háskólaliðinu í bandaríska háskólaboltanum. Hann varð meistari með liðinu 1999 og á sínu síðasta ári, 2001, skoraði hann að meðaltali 10 stig og tók 8 fráköst.Hrannar Hólm formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að Saunders væri frægur baráttuhundur og ætti að geta styrkt liðið gríðarlega undir körfunni. Saunders lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun kl. 7 og mun ræða við forráðamenn félagsins og jafnvel mæta á æfingu hjá liðinu í kvöld. Hrannar sagðist gera sér vonir um að Keflavík næði að semja við kappann fljótlega, en hann hefur lítið sem ekkert spilað frá því hann var í háskóla.
Mynd: Saunders, sá er spilar vörn, í leik með háskólaliði sínu.
Mynd: Saunders, sá er spilar vörn, í leik með háskólaliði sínu.