Keflvíkingar í úrslitaleik deildarbikarsins
Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Grindvíkinga, 3-1, í 4-liða úrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu sem fram fór í Egilshöll í dag. Leikurinn var vel leikinn af báðum liðum en það voru Keflvíkingar sem tóku forystuna í fyrri hálfleik en það mark skoraði Þórarinn Kristjánsson og þannig stóðu leikar í hálfleik. Lee Sharpe, sem var að leika sinn fyrsta leik með Grindavík á Íslandi, jafnaði metin stuttu eftir hlé og leit út fyrir fjörugan síðari hálfleik.Sú varð raunin og var jafnræði með liðunum en Keflvíkingar voru sterkari upp við markið og settu tvö mörk og var það Magnús Þorsteinsson sem skoraði þau og sigur liðsins tryggður. Keflavík mætir ÍA í úrslitum en ÍA sigraði KR, 4-1 í dag.