Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 1. desember 2003 kl. 11:53

Keflvíkingar í liði ársins í 1. deildinni

Keflvíkingar eiga fimm leikmenn í liði ársins í 1. deildinni í knattspyrnu. Þetta kemur fram í könnun sem fotbolti.net gerði meðal þjálfara 1. deildar liðanna. Þá er Milan Jankovic, þjálfari Keflavíkur, valinn þjálfari ársins.

Þeir leikmenn sem komust í þennan hóp voru varnarmennirnir Haraldur Guðmundsson og Zoran Ljubicic, miðjumennirnir Stefán Gíslason og Magnús Þorsteinsson, og Þórarinn Kristjánsson framherji.
Þessir leikmenn áttu allir gott tímabil í sumar, enda vann Keflavík 1. deildina örugglega, og eru vel að þessum heiðri komnir.

Aðrir sem voru nálægt því að komast á listann voru Ómar Jóhannsson markvörður Keflavíkur, Snorri Már Jónsson, varnarmaður Njarðvíkur, og Kristján Helgi Jóhannsson, varnarmaður Keflavíkur. Þá var Orri Freyr Óskarsson valinn í liðið eftir frammistöðu sína hjá Þór Akureyri, en hann er genginn til liðs við Grindavík eins og hefur komið fram áður á vf.is.

Hér má sjá úrslit könnunarinnar í heild sinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024