Keflvíkingar í erfiðri stöðu
2-0 undir gegn Haukum
Keflvíkingar eru nú 2-0 undir í einvíginu gegn Haukum í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu sigur í TM-höllinni í kvöld með 81 stigi gegn 65 eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Keflvíkingar byrjuðu með látum og leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. Haukar rönkuðu við sér en í hálfleik leiddu Keflvíkingar 32-30.
Haukar áttu svo síðari hálfleik skuldlaust og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Keflvíkingar eru komnir í erfiða stöðu en liðð þarf nauðsynlega á sigri að halda í næsta leik sem fram fer í Hafnarfirði á miðvikudag.
Diamber Johnson var atkvæðamest í liði Keflvíkinga í kvöld en hún skoraði 31 stig. Aðrir leikmenn náðu sér ekki almennilega á strik í leiknum.
Keflavík: Diamber Johnson 31/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
Haukar: Lele Hardy 21/15 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 18/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 4, Inga Rún Svansdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.