Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Keflvíkingar í erfiðri stöðu
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 21:06

Keflvíkingar í erfiðri stöðu

2-0 undir gegn Haukum

Keflvíkingar eru nú 2-0 undir í einvíginu gegn Haukum í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu sigur í TM-höllinni í kvöld með 81 stigi gegn 65 eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Keflvíkingar byrjuðu með látum og leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. Haukar rönkuðu við sér en í hálfleik leiddu Keflvíkingar 32-30.

Haukar áttu svo síðari hálfleik skuldlaust og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Keflvíkingar eru komnir í erfiða stöðu en liðð þarf nauðsynlega á sigri að halda í næsta leik sem fram fer í Hafnarfirði á miðvikudag.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Diamber Johnson var atkvæðamest í liði Keflvíkinga í kvöld en hún skoraði 31 stig. Aðrir leikmenn náðu sér ekki almennilega á strik í leiknum.

Keflavík: Diamber Johnson 31/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.

Haukar: Lele Hardy 21/15 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 18/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 4, Inga Rún Svansdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.
 

Dubliner
Dubliner