Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í annað sætið og Njarðvík lá heima
Fimmtudagur 12. janúar 2012 kl. 21:29

Keflvíkingar í annað sætið og Njarðvík lá heima



Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á heimavelli Njarðvíkinga, 85-93 en Stólarnir eru funheitir um þessar mundir í Iceland-Express deild karla. Keflavík komst upp í annað sæti við hlið Stjörnunnar með sigri á Fjölni á heimavelli, 96-81. Grindvíkingar eru svo enn efstir en þeir sigruðu Garðbæinga 75-67.

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli gegn ferskum Tindastólsmönnum en þeir grænu voru í eltingarleik allan leikinn. Norðanmenn voru yfirleitt 10 stigum á undan heimamönnum en alltaf héldu þeir sér þó í leiknum. Í síðari hálfleik munaði mestu um sóknartilþrif hjá Ólafi Helga Jónssyni og Elvari Friðrikssyni sem héldu Njarðvíkingum í seilingarfjarlægð frá sigrinum en að lokum var það varnaleikurinn sem ekki nógu sterkur hjá Njarðvíkingum. Leikmenn virtust oft ringlaðir í svæðisvörninni sem hreinlega var ekki að virka sem best. Stólarnir röðuðu niður þriggjastigakörfum og þar lág kannski munurinn í kvöld.

Njarðvík: Cameron Echols 21/10 fráköst, Travis Holmes 21/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 12/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 6, Oddur Birnir Pétursson 3

Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavíkur gegn Fjölni í kvöld. Hann skoraði 34 stig og tók átján fráköst. Stigin hjá Keflavík: Jarryd Cole 34/18 fráköst, Charles Michael Parker 27/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Steven Gerard Dagustino 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 9/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 4

Hjá Grindvíkingum var Giordan Watson með þrefalda tvennu; 19 stig/11 fráköst/11 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson skoraði 15 stig. Stigin hjá Grindavík:  J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2

Staðan í deildinni:



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024