Íþróttir

Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti
Sindri Kristinn er afar efnilegur markvörður. Hann átti góðan dag í rammanum hjá Keflvíkingum.
Laugardagur 31. janúar 2015 kl. 12:59

Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti

Sigruðu FH í vítaspyrnukeppni í Fótbolta.net mótinu

Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti í Fótbolta.net mótinu, eftir að hafa sigrað FH í vítaspyrnukeppni í Reykjaneshöll í dag. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, en það var Hörður Sveinsson sem skoraði mark Keflvíkinga. Í vítaspyrnukeppninni var það Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, sem reyndist hetja liðsins. Hann varði þá eina spyrnu gestanna, á meðan Keflvíkingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum. Það var vel við hæfi að Hólmar Örn Rúnarsson innsiglaði sigur heimamanna, en Keflvíkingurinn lék einmitt með FH síðustu ár. Sindri var annars frábær í marki heimamanna og varði m.a. stórglæsilega í tvígang í seinni hálfleik og hélt Keflvíkingum þannig inn í leiknum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024