Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 3. febrúar 2002 kl. 22:15

Keflvíkingar halda toppsætinu

Keflvíkingar sigruðu ÍR 78:83 í Seljarskóla í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Damon Johnson var bestur í liði Keflvíkinga með 20 stig og 14 fráköst. Grindvíkingar sigruðu Hamar á heimavelli 93:81 en staðan í hálfleik var 43:35.Keflavík átti á brattann að sækja allan leikinn í Seljarskóla og höfðu ÍR-ingar yfir fyrstu þrjá fjórðungana en staðan í hálfleik var 45:44. Keflvíkingar léku svæðisvörn og gekk hún ekki alveg nógu vel því ÍR-ingar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Leikurinn var hnífjafn í lokin en Damon Johnson sá um að tryggja Keflvíkingum sigur með fjórum stigum á síðustu mínútunni.
Keflvíkingar halda því toppsætinu og eru með 26 stig eins og KR, Njarðvíkingar eru með 24 stig í þriðja sæti og Grindavík er með 18 stig í fjórða sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024