Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar halda toppsæti Lengjudeildarinnar
Keflvíkingar fagna marki Davíðs Snæs sem skoraði beint úr hornspyrnu. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 3. október 2020 kl. 21:57

Keflvíkingar halda toppsæti Lengjudeildarinnar

Keflavík þurfti að hafa fyrir sigrinum á Leikni Fáskrúðsfirði á Nettóvellinum í dag. Það voru Keflvíkingar sem hófu leikinn með látum, skoruðu strax á fyrstu mínútum leiksins og sköpuði ítrekað hættu upp við mark Leiknis.

Fyrir leik blés knattspyrnudeildin til kótilettuveislu á Réttinum þar sem fjölmargir stuðningsmenn mættu og nutu þess að belgja sig upp af kótilettum áður en haldið var á Nettóvöllinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar fengu hornspyrnu í byrjun leiks sem Davíð Snær Jóhannsson tók og skrúfaði boltann í nærhornið, mark beint úr horni (3'). Davíð tók aðra hornspyrnu nokkrum mínútum síðar og sú spyrna lenti ofan á þverslánni.

Keflvíkingar sýndi mikla yfirburði frá byrjun og komu sér oft í góða stöðu, áttu sláarskot, skot rétt fram hjá og voru mjög ógnandi í sókninni.

Sóknarþungi Keflvíkinga datt aðeins niður þegar leið á hálfleikinn en á 41. mínútu átti Davíð Snær góða sendingu inn í teig Leiknis og þar stökk Rúnar Þór Sigurgeirsson manna hæst og stýrði boltanum í fjærhornið, 2:0 í hálfleik.

Leiknismenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik án þess þó að ná að skapa hættu upp við mark Keflvíkinga. Á 63. mínútu gerðu Keflvíkingar slæm mistök í öftustu línu og misstu boltann klaufalega frá sér. Sóknarmaður Leiknis komst inn í sendingu og óð upp völlinn einn á móti markmanni. Hann gerði engin mistök og skoraði fram hjá Sindra Kristni sem lítið gat gert við þessu.

Með þessum mistökum hleyptu Keflvíkingar óþarfa spennu í lokamínúturnar en ekki voru fleiri mörk skoruð og Keflavík heldur því efsta sæti Lengjudeildarinnar.

Jóhann Páll Kristbjörnsson var á leiknum og tók meðfylgjandi myndir – auk þess ræddi hann eftir leik við þá Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflvíkinga, og Davíð Snæ Jóhannsson sem valinn var maður leiksins.

Keflavík - Leiknir F. | Lengjudeild karla 3. október 2020