Keflvíkingar gleymdu búningunum heima
Keflvíkingar ferðuðust vestur á Ísafjörð í dag þar sem þeir etja kappi við KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta. Eitthvað voru Keflvíkingar að flýta sér því búningarnir gleymdust víst heima og því úr vöndu að ráða. Ísfirðingar eru góðir gestgjafar og munu að sjálfsögðu hlaupa undir bagga með Suðurnesjamönnum og lána varabúninga sína til þess að leikurinn geti farið fram.
Leikurinn er í beinni útsendingu á netinu hér á vef KFÍ.