Keflvíkingar geta náð toppsætinu
Breiðablik mætir í heimsókn
Pepsi-deild karla í knattspyrnu heldur áfram í kvöld með fimm leikjum. Keflvíkingar leika öðru sinni á heimavelli sínum en að þessu sinni eru andstæðingarnir Breiðablik. Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir eftir sigra gegn Þór og Val. Með sigri í kvöld geta Keflvíkingar tyllt sér á topp deildarinnar fyrir ofan Fjölni. Blikar eru einungis með eitt stig eftir tvo leiki og verma 10. sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Hamborgarar fyrir stuðningsmenn fædda 1964
Allir stuðningsmenn Keflvíkinga eru velkomnir í félagsheimilið í Íþróttahúsinu fyrir leiki í sumar en þar verður opnað klukkutíma fyrir hvern leik. Ekki þarf að skrá sig í neina klúbba eða slíkt en í staðinn verður opið fyrir alla sem vilja mæta og spjalla. Það er upplagt fyrir alla fjölskylduna að mæta en boðið verður upp á grillaða hamborgara og gos á góðu verði
Í tilefni þess að Keflvíkingar eru að minnast fyrsta Íslandsmeistaratitilsins félagsins á þessu ári, verður öllum stuðningsmönnum Keflavíkur sem eru fæddir 1964 og verða fimmtugir á árinu, boðið upp á hamborgara og Coke fyrir leikinn við Breiðablik í kvöld. Athugið að húsið opnar kl. 18.00 og kveikt verður í grillinu á sama tíma. Kristján Guðmundsson þjálfari svo mætir um 40 mínútum fyrir leik og segir nokkur vel valin orð og jafnvel verður boðið upp á einhverjar óvæntar uppákomur í sumar