Keflvíkingar gerðu jafntefli í Eyjum
Keflvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld, 2-2.
Keflvíkingar komust yfir með tveimur mörkum frá Hauki Inga Guðnasyni á 10. og 18. mínútu, en Eyjapeyjar voru fljótir að svara og voru búnir að jafna tíu mínútum síðar.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið ansi fjörugur það sem eftir lifði náði hvorugt liðið að bæta við mörkum, skipti engi þó heimamenn hafi leikið síðustu 20 mín manni færri eftir að Viðari Erni Kjartanssyni var vikið af leikvelli.
Eftir leikinn er Keflavík í fimmta sæti, en með sigri hefðu þeir getað skotist upp að hlið KR í öðru sætinu.
Elleftu umferð lýkur á morgun og fá þá Grindvíkingar Breiðablik í heimsókn.
VF-mynd úr safni - Haukur Ingi gerði bæði mörk Keflavíkur í leiknum