Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar gerðu jafntefli gegn HK
Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 01:17

Keflvíkingar gerðu jafntefli gegn HK

Keflvíkingar þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn HK í Deildarbikarnum á laugardag. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, en Hörður er nýstigin úr meiðslum.  Staðan var 2-0 Í hálfleik en HK menn náðu að jafna leikinn 2-2 og þar við sat.

Byrjunarlið Keflavíkur í leiknum: Magnús Þormar, Ásgrímur, Guðjón Árni, Gestur, Jónas Guðni, Ólafur Ívar, Hólmar Örn, Þorsteinn Atli, Hörður, Kjartan, og Atli Rúnar.  Í síðari hálfleik komu þeir Scott og Sigþór inn á og Davíð Hallgrímsson í sinn fyrsta meistaraflokksleik 

Keflavíkurstúlkur töpuðu 2-1 gegn Fjölni í Egilshöllinni á föstudag. 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024