Keflvíkingar gera það gott í teakwondo
Um síðustu helgi hélt taekwondo deild Keflavíkur stórar æfingabúðir og svartbeltispróf í íþróttahúsinu á Ásbrú. Master Paul Voigt, meistari Keflavíkur kom og hélt prófið ásamt því að þjálfa í æfingabúðunum. Master Paul er reyndur þjálfari og keppandi í taekwondo og hefur m.a. þjálfað Evrópumeistara og Ólympíufara.
Á laugardeginum var prófið haldið. Próftakar voru:
Karel Bergmann Gunnarsson
Ástrós Brynjarsdóttir
Svanur Þór Mikaelson
Sverrir Örvar Elefsen
Þröstur Ingi Smárason
Allir stóðust prófið með prýði. Master Paul sagði að hann hefði sjaldan ef nokkurn tímann séð jafnöflugan hóp af svo ungum verðandi svartbeltingum og að þau hefðu öll átt beltið fyllilega skilið.
Yfir helgina mættu um 90 manns frá Keflavík, Grindavík, Aftureldingu, Ármanni, HK og Björk á æfingar. Þjálfarar voru ekki af verri endanum, en Hulda Jónsdóttir og Meisam Rafei, landsliðsþjálfarar sáu um æfingar ásamt master Paul og aðstoðarmönnum frá Keflavík. Helgin þótti heppnast einkar vel.
19-20 maí næstkomandi verður Norðurlandamótið í taekwondo haldið í Malmö í Svíþjóð. Um 30 manna hópur fer frá Íslandi á mótið, en á síðustu mánuðum hefur verið mikil jákvæð þróun í keppnistaekwondo á Íslandi.
Frá Keflavík
Jón Steinar Brynjarsson
Kristmundur Gíslason
Karel Bergmann Gunnarsson
Ástrós Brynjarsdóttir
Svanur Þór Mikaelson
Sverrir Örvar Elefsen
Águst Kristinn Eðvarsson
Helgi Rafn Guðmundsson
Keflvíkingar eru að gera það gott í taekwondo á Íslandi. Eru fjórfaldir bikarmeistarar, fjórfaldir Íslandsmeistarar og eiga stóran hluta af landsliði og afrekshópum taekwondo sambands Íslands. Allir keppendur Keflavíkur á Norðurlandamótinu eru hluti af þessum hópum og hafa sigrað mót hérlendis á tímabilinu.