Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar fjarlægjast toppinn
Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 23:09

Keflvíkingar fjarlægjast toppinn


Nú í kvöld töpuðu Keflvíkingar, 0-2, gegn Breiðablik í 12. umferð Pepsi deildar karla. Eftir leikinn eru Keflvíkingar  í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig, sjö stigum á eftir Breiðablik og ÍBV sem sitja á toppnum.


Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tókst að skapa sér fullt af færum. Strax á annari mínútu átti Jóhann B. Guðmundsson gott skot að marki Blika en boltinn fór rétt fram hjá markinu. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks kom svo á 24. mínútu þegar Hörður Sveinsson var komin einn inn fyrir vörn Breiðabliks eftir góða sendingu frá Paul McShane en Hörður hitti boltann ekki vel og skaut framhjá. Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik og gengu liðin því jöfn til búningsherbergja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Blikarnir voru töluvert hressari í seinni hálfleik og áttu töluvert fleiri færi en heimamenn. Á 56. mínútu voru Blikarnir mjög nálægt því að komast yfir. Guðmundur Pétursson var þá í dauða færi en skot hans fór rétt framhjá marki Keflvíkinga. Það var síðan Kristinn Steindórsson sem skoraði fyrsta mark leiksins og kom Blikum í 0-1. Sending barst inn í teig á Andra Rafn sem gaf boltann á Kristinn sem afgreiddi hann snyrtilega í markið. Eftir þetta reyndu Keflvíkingar að jafna metin en lítið gekk í sóknarleiknum. Á 86. mínútu gerðu Blikar út um leikinn með marki frá Alfreði Finnbogasyni. Stungusending barst inn í teiginn og Alfreð renndi boltanum auðveldlega í markið. Keflvíkingar reyndu að klóra í bakkan á 90. mínútu með skoti frá Hólmari Erni Rúnarssyni en boltinn fór rétt framhjá tréverki Blikanna. Lokatölur því 0-2 fyrir Breiðablik sem sitja nú við hlið ÍBV á toppi deildarinnar.


Keflvíkingar eru eins og fyrr segir í 4. sæti deildarinnar með 19 stig við hlið FH-inga sem einnig eru með 19 stig en betra markahlutfall. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Grindvíkingum mánudaginn 26. júlí á Sparisjóðsvellinum og hefst hann klukkan 19:15.

VF-myndir / Sölvi Logason

.

.