Keflvíkingar fengu tvo nýja leikmenn rétt fyrir lokun

Keflvíkingar náðu að styrkja hópinn rétt áður félagaskiptaglugginn lokaði um miðnætti í gær.
Þeir fengu varnarmanninn unga, Aron Kára Aðalsteinsson á láni frá Breiðabliki en hinn var framherjinn Helgi Þór Jónsson frá í Njarðvík. Helgi Þór sem er uppalinn hjá Víði í Garði skipti yfir til Njarðvíkur fyrir tímabilið og skoraði hann þrjú mörk í 13 leikjum fyrir Njarðvíkinga í sumar.
Í síðustu viku komu tveir nýir leikinn í hópinn hjá Keflavík en meiðsli hafa haft áhrif á hópinn í sumar og svo var Jeppe Hansen lánaður til Skagamanna en Daninn hefur ekki náð sér á strik hjá bítlabæjarliðinu í sumar.

Keflavík er á botni Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórtán leiki en liðið mætir Fjölni í næstu umferð á miðvikudaginn 8. ágúst.