Keflvíkingar farnir utan
Íslandsmeistararnir frá Keflavík fóru utan í morgun til þess að taka þátt í Evrópukeppninni í körfuknattleik.
Þeir eiga fyrsta leik á morgun kl. 15:00 að íslenskum tíma gegn Lappeenrante og leika svo gegn BK Riga á föstudag kl. 15:30.
Keflavíkurliðið kemur heim laugardaginn 29. október og leikur svo gegn KR sunnudaginn 30. október. Þetta gerir þrjá leiki á fimm dögum hjá Keflavíkurliðinu og ljóst að liðið verður undir töluverðu álagi.
VF-mynd/ úr safni