Keflvíkingar fá unglingalandsliðsmann
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við leikmanninn Dag Dan Þórhallson sem kemur frá belgíska úrvalsdeildarliðinu Gent.
Dagur er ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur leikið tólf landsleiki með U-17 landsliði Íslands. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Haukum í Inkasso-deildinni árið 2016 og gerði í kjölfarið samning við Gent í Belgíu. Dagur er fæddur árið 2000 og þykir mikið efni, hann verður án efa góð viðbót við Keflavíkurliðið sem leikur í Pepsi-deildinni á ný eftir tveggja ára fjarveru úr deild hinna bestu.