Keflvíkingar fá Þórsara í heimsókn
16-liða úrslit í bikarnum hefjast um helgina
Um helgina fara fram 16-liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Keflvíkingar eru einir Suðurnesjaliða sem eiga heimaleik, en liðið fær Þórsara í heimsókn í kvöld klukkan 19:15.
Kvennalið Grindavíkur sækir Hamarskonur heim klukkan 16:30 í dag. Keflavík og Njarðvík sitja hjá í kvennaflokki.
Powerade-bikar kvenna:
6. desember kl. 15.00 Stjarnan-Haukar
6. desember kl. 16.00 Tindastóll-KR
6. desember kl. 16.30 Hamar-Grindavík
6. desember kl. 16.30 Þór Ak.-Breiðablik
7. desember kl. 17.00 Snæfell-Fjölnir
12. desember kl. 20.30 Valur-FSu/Hrunamenn
Powerade-bikar karla:
5. desember kl. 18.00 Fjölnir-Leiknir R.
6. desember kl. 19.15 Keflavík-Þór Þ.
7. desember kl. 16.00 KR-Haukar-b
7. desember kl. 19.15 ÍA-Hamar
7. desember kl. 19.15 Skallagrímur-Njarðvík
7. desember kl. 19.15 Tindastóll-Grindavík
8. desember kl. 19.15 Stjarnan-ÍR
8. desember kl. 19.30 Valur-Snæfell