Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fá opnu skotin og leiða í hálfleik
Laugardagur 19. apríl 2008 kl. 16:50

Keflvíkingar fá opnu skotin og leiða í hálfleik

Staðan er 44-41 fyrir Keflavík gegn Snæfell í hálfleik í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Keflvíkingar hafa verið að fá opin skot og nýta það vel enda búnir að setja niður 8 þrista í leiknum.
 
Bobby Walker er kominn með 11 stig í liði Keflavíkur en hjá Snæfell er Sigurður Þorvaldsson kominn með 12 stig.
 
Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur til þess að tala hreint út og því vonandi að bæði lið spýti í lófana í þeim síðari. Mjótt hefur þó verið á mununum og hefur baráttan og spennan vegið upp á móti skorti á gæðum.
 
Nánar síðar…
 
VF-Mynd/ [email protected]Magnús Þór Gunnarsson sækir að körfu Snæfellinga í fyrri hálfleik í Toyotahöllinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024