Keflvíkingar fá liðsauka
Keflvíkingar hafa fengið nýjan leikmann fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Sá heitir Lazar Trifunovic og kemur frá Serbíu. Hann er fæddur árið 1987 og er 207cm á hæð. Lazar kláraði síðasta tímabil í Radford Highlanders háskólanum í USA en þar skoraði hann 13 stig og tók 8 fráköst að meðaltali í leik. Þar áður spilaði hann með Binghamton Bearcats. Vonast er til að hann verði kominn með leikheimild frá Serbíu fyrir leikinn gegn KR annað kvöld.
Þá mun Valentino Maxwell spila með Keflvíkingum annað kvöld en hann hefur glímt við hnémeiðsli upp á síðkastið.