Keflvíkingar fá leikmann frá Liverpool
Karlalið Keflavíkur hefur nú styrkt leikmanna hópinn sinn en Kris Douse er kominn í raðir Keflvíkinga og er ætlað að fylla í skarðið sem Steven Gerard skildi eftir sig. Hann mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld þegar liðið mætir Tindastól.
Douse er fæddur 1986 og kemur úr Point Park háskólanum, 198cm á hæð og spilar stöðu framherja. Sterkur og kraftmikill leikmaður og á eflaust eftir að láta heyra í sér inni vellinum. Með kanadískt og breskt vegabréf.
Douse var að spila með Mersey Tigers frá Liverpool á þessu tímabili en í því liði spilar einnig gamalkunnur leikmaður Keflavíkur Calvin Davis sem spilaði á árunum 2000-1 í kringum 50 leiki með Keflavík.
www.keflavik.is
Mynd: Steven Gerard yfirgaf Keflvíkinga fyrir skömmu en nú er Kris Douse mættur