Keflvíkingar fá Kana fyrir leikina gegn Njarðvík - fyrsti leikurinn í kvöld
Íslandsmeistarar Keflvíkinga í Iceland Express deild karla í körfubolta hafa fengið leikmanninn Jesse Pelot-Rosa til að leika með liðinu í úrslitakeppninni en hann kom til þerira í haust en var látinn fara vegna kreppunnar.
Jesse Pelot-Rosa er 24 ára framherji.og var í Commonwealth háskólanum. Hann var með tæp 11 stig og 7 fráköst á lokaári sinu í skólanum árið 2007. Jesse sem er 195 cm. á hæð var á síðasta tímabili með Fajardo á Puerto Rico og var með 11.5 stig og 5 fráköst.
Jesse fór frá Keflavík í haust til Danmerkur og átti mjög gott tímabil þar og endaði stigahæstur í deildinni. Hann verður með Íslandsmeisturum Keflavíkur í úrslitakeppninni í kvöld. Honum er ætlað að fylla í skarð Þrastar Jóhannssonar í hópnum en hann hefur átt við meiðsl að stríða í vetur.
Það má því búast við spennandi leik í Toyota höllinni í kvöld þegar nágrannarnir úr Njarðvík mæta en þeim hefur gengið vel að undanförnu eftir að hafa fengið tvo útlendinga til liðs við sig nýlega.