Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Keflvíkingar fá hávaxinn Litháa
Föstudagur 14. júní 2019 kl. 10:11

Keflvíkingar fá hávaxinn Litháa

Keflvíkingar hafa samið við nýjan útlending til að leika með liðinu í Domino’s deild karla í körfubolta á næsta keppnistímabili. Þeir hafa fengið hávaxinn Litháa, Dominykas Milka en  hann hefur spilað síðustu tvö ár í Frakklandi, NM1 sömu deild og Michael Craion, spilaði í áður en hann kom til Keflavíkur í fyrra.

Milka var með 13,2 stig, 7,3 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali. Áður spilaði Milka í Sviss, Eistlandi, Japan, Litháen og St.Rose college í Bandaríkjunum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Milka er stór og sterkur miðherji með góða reynslu sem kemur til með að þétta teiginn hjá okkur bæði sóknarlega og varnarlega. Von er Milka til Keflavíkur í byrjun september,“ segir í frétt frá Keflavík en á meðfylgjandi myndbandi má sjá að stóri maðurinn er öflugur körfuboltamaður.

Dubliner
Dubliner