Keflvíkingar fá háværa Þórsara í heimsókn í kvöld
Þrír leikir fara fram í kvöld í Iceland Express-deild karla og taka Keflvíkingar á móti spútnikliði deildarinnar, Þór Þorlákshöfn á Toyota-höllinni klukkan 19:15.
Græni drekinn, stuðningsmannahópur Þórsara hefur verið ansi áberandi það sem af er tímabili og látið vel í sér heyra. Keflvíkingar eru því hvattir til þess að fjölmenna á leikinn og láta til sín taka í stúkunni.
Staðan í deildinni:
Mynd: Arnar Freyr Jónsson mun klæða sig í búning í kvöld en þessi snjalli bakvörður hefur verið meiddur undanfarið.