Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar árið 2011: lokatölur 61-51
Föstudagur 8. apríl 2011 kl. 19:09

Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar árið 2011: lokatölur 61-51

Nú rétt í þessu lauk þriðja leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga í úrslitum Iceland Express deildar kvenna og er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar unnu frekar sannfærandi sigur 61-51 eftir að hafa haft yfirhöndina allan leikinn. Njarðvíkingar byrjuðu afar illa og náðu aldrei að vinna upp forskot heimamanna og því er ljóst að Keflvíkingar lyfta bikarnum á loft innan skamms. Nánari umfjöllun og viðtöl síðar.

-Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar árið 2011 í iceland Express-deild kvenna!

-Sigurinn blasir við Keflvíkingum 61-51 30 sekúndur eftir

-Birna Valgarðs fær sína fimmtu villu og 50 sekúndur eftir og staðan er óbreytt

-Aðeins mínúta eftir og staðan enn 59-51 fyrir heimamenn

-Pálína Gunnlaug fær þá vítaskot og körfu og munurinn 8 stig 59-51

-Ólöf Helga minnkar muninn 56-51 og 2:30 eftir

-Nú verða Njarðvíkingar að fara að gera eitthvað, 3:20 eftir og Keflavík leiðir 56-49

-6 mínútur til leiksloka og munurinn aðeins 4 stig. Keflvíkingar eru yfir 51-47

-Njarðvíkingar alveg við það að jafna en þá stíga Keflvíkingar á bensínið og breyta stöðunni í 50-43 og þriðja leikhluta lokið

-Bæði lið reyna langskot sem geiga og rúm mínúta eftir

-Fjögurra stiga munur Keflavík í vil, 45-41 og tæpar 2 mínútur eftir af þriðja leikhluta

- 43-37 þegar að Auður Jónsdóttir setur niður tvö víti fyrir Njarðvík. 3 mínútur eftir af leikhlutanum

-innan við 4 mínútur eftir af þriðja leikhluta og liðunum gengur illa að skora - Staðan er 40-32 fyrir Keflavíkurstúlkur

-Keflvíkingar svara og breyta stöðunni í 38-32 og þriðji leikhluti hálfnaður

-Nú minnka Njarðvíkingar muninn í 3 stig, 34-31 og vonandi er spennandi seinni hálfleikur framundan

-Seinni hálfleikur er hafinn og ekkert skorað fyrstu 2 mínúturnar. Varnir liðanna eru þéttar.

-Hjá Njarðvík er Shayla Fields með 9 stig og þær Ólöf Helga, Dita Lipkalne og Julia Demirer allar með 6 stig

-Atkvæðamestar hjá Keflavík eru þær Pálína Gunnlaugsdóttir með 10 stig og Ingibjörg Jakobsdóttir er með 9 stig

-Þegar gengið er til búningsklefa eru heimamenn yfir 34-29 en þær hafa leitt allan leikinn og náðu ágætis forskoti á tímabili. Njarðvíkingar hafa hins vegar klórað í bakkann og virðast ekki hafa játað sig sigraðar

-Mikið um misheppnaðar sendingar hjá báðum liðum og staðan óbreytt þegar Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 37 sekúndur eru eftir af klukkunni

-Bryndís Guðmundsdóttir setur niður tvö vítaskot og munurinn er 5 stig, 34-29 Keflavík yfir þegar skammt er til hálfleiks

-Njarðvíkingar með mikla endurkomu. Staðan er 32-29 þegar að 2 mínútur eru til leikhlés og Keflvíkingar taka tíma

-Loks setur Shayla Fields þrist fyrir Njarðvík og staðan er orðin 32-25

-Keflvíkingar taka leikhlé

-Nú er annar leikhluti hálfnaður og Keflvíkingar enn yfir, 30-20 og Pálína er komin með 10 stig fyrir heimamenn

-Þegar 3 mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta er staðan 22-16 Keflvíkingum í vil

-Staðan er orðin 19-12 og Njarðvíkingar að vakna til lífsins að því er virðist

-Njarðvíkingar hafa reynt 8 þriggjastigaskot og ekkert hefur ratað rétta leið

-Fyrsta leikhluta lokið og Keflvíkingar leiða 19-8

-Keflvíkingar ætla sér svo sannarlega að lyfta titlinum í kvöld en staðan er 17-4 þegar 2 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta

- staðan 14-2 fyrir heimamenn og þær raða niður þristunum

-Fyrsti leikhluti nærri hálfnaður og ekkert virðist rata ofan í hjá grænum

-Ingibjörg Jakobs er strax komin með tvær þriggjastigakörfur

-Aldeilis að Keflvíkingar byrja af krafti, 11-2 og Sverrir Þór tekur leikhlé

-Leikurinn er farinn af stað og Keflvíkingar byrja betur. Staðan 5-2 eftir þriggja mínútna leik

- Byrjunarliðin í kvöld

Keflavík: Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Lisa Karcic

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík: Shayla Fields, Ólöf Helga Pálsdóttir, Árnína Lena Rúnarsdóttir, Julia Demirer og Dita Liepkalne





VF-mynd: Keflvíkingar höfðu ríka ástæðu til að fagna síðast þegar liðin áttust við í Sláturhúsinu. Sigri þær í kvöld eru þær Íslandmeistarar.