Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar eru í vandræðum
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 23:16

Keflvíkingar eru í vandræðum

Keflvíkingar eru komnir í erfiða stöðu og 0-2 undir gegn KR í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta en þeir töpuðu öðrum leik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur urðu 86-77 en staðan í hálfleik var 45-39.

Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta. Reynsluboltarnir í KR voru þó ekki á því að gefa neitt eftir og Pavel Ermolinskij átti stórleik með KR og skoraði 22 stig í leiknum. Þeir unnu annan leikhluta með 11 stigum og bættu við forskotið í þriðja leikhluta. Keflvíkingar náðu aldrei að brúa það bil og urðu að sætta sig við tap. Þeir söknuðu eins síns besta leikmanns, Mindaugas Kacinas en hann meiddist í upphitun í baki og gat ekker leikið og var það skarð fyrir skildi hjá Keflavík.

Næst leikur liðanna er á fimmtudag og ætli Keflvíkingar ekki að ljúka körfuboltatíðinni þá verða þeir að vinna þann leik. Sérfræðingar á körfuboltakvöldi Stöðvar 2 sport, voru ekki bjartsýnir á það en það er Keflvíkinga að afsanna það.

KR-Keflavík 86-77 (17-22, 28-17, 18-13, 23-25)

KR: Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Julian Boyd 21/6 fráköst, Kristófer Acox 16/10 fráköst/5 stolnir, Michele Christopher Di Nunno 15/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Jón Arnór Stefánsson 5/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Orri Hilmarsson 0, Emil Barja 0, Björn Kristjánsson 0, Finnur Atli Magnússon 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 21/5 stoðsendingar, Michael Craion 21/17 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Gunnar Ólafsson 16/8 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 6, Guðmundur Jónsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Magnús Már Traustason 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Mindaugas Kacinas 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024