Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflvíkingar enn og aftur Íslandsmeistarar
  • Keflvíkingar enn og aftur Íslandsmeistarar
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 09:36

Keflvíkingar enn og aftur Íslandsmeistarar

Borið sigur úr býtum frá árinu 2009

Keflvíkingar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í ólympísku taekwondo sem haldið var í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut um helgina. Keflvíkingar hafa verið Íslandsmeistarar í taekwondo samfleytt frá árinu 2009. Í ólympísku taekwondo er keppt í bardaga en annars vegar er keppt í formi, því eru haldin eru tvö Íslandsmót á ári. Keppendur mættu frá flestum liðum á landinu og var fín stemning á Sunnubrautinni.

Íslandsmeistarar frá Keflvíkingum þetta árið voru eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Georg Viðar Hannah
Kristmundur Gíslason
Rut Sigurðardóttir
Victoría Ósk Anítudóttir
Ágúst Kristinn Eðvarðsson
Dýrleif Rúnarsdóttir
Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir
Eyþór Jónsson
Svanur Þór Mikaelsson