Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar ekki skorað síðan 4. júní - níunda tapið
Föstudagur 13. júlí 2018 kl. 22:39

Keflvíkingar ekki skorað síðan 4. júní - níunda tapið

Hörmungarsaga Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í knattspyrnu heldur áfram en þeir töpuðu fyrir Víkingum á útivelli í kvöld 0-1 og hafa ekki skorað mark síðan 4. júní.
Sparkspekingar annarra miðla sem fylgdust með og fjölluðum um leikinn segja að Víkingar hefðu ekki unnið neitt annað lið með frammistöðu sinni en það dugði á bítlabæjarliðið.

Staðan heldur áfram að versna. Liðið er með 3 stig á meðan liðin í næstu sætum eru með 11 og 12 stig. Í tólf leikjum hefur liðið tapað 9 leikum og gert 3 jafntefli. Líkurnar á kraftaverki minnka með hverju tapi. Marktalan er 6-23. Grindvíkingar hafa skorað næst minnst eða 12 mörk.

„Ég er svekktur fyrir hönd strákanna. Þeir hlupu úr sér lungun. En þetta kemur. Við ætlum að snúa þessu. Ætlum ekki að gefast upp,“ segir Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn.
Hér er fróðlegt viðtal við Eystein á fotbolti.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024