Keflvíkingar ekki í vandræðum með Fjölni
Keflavík náði í dag aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express deildar kvenna með öruggum 69-93 sigri á botnliði Fjölnis. Pálína Gunnlaugsdóttir var í stuði hjá Keflvíkingum og setti 30 stig í leiknum.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 30/6 stolnir, Jaleesa Butler 24/11 fráköst/9 stoðsendingar/9 stolnir/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Shanika Chantel Butler 9/8 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2