Keflvíkingar ekki haldið hreinu í 27 leikjum í röð
Keflvíkingar hafa byrjað mjög vel í Símadeildinni í knattspyrnu í ár og eru efstir í deildinni með 7 stig að loknum þremur umferðum. Það virðist þó loða við Keflavíkurliðið að fá alltaf á sig mark í leikjum og hafa þeir nú spilað 27 leiki í röð í efstu deild án þess að halda markinu hreinu. Síðasti leikur þar sem Keflavíkurliðið hélt hreinu var í 12. umferð Landsímadeildarinnar árið 2000 en þá gerðu þeir 0-0 jafntefli gegn Grindavík.
Keflavík fékk mark á sig í öllum leikjunum á síðasta tímabili og í ár hafa þeir spilað þrjá leiki og fengið mark á sig í þeim öllum.
Keflavík fékk mark á sig í öllum leikjunum á síðasta tímabili og í ár hafa þeir spilað þrjá leiki og fengið mark á sig í þeim öllum.