Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar ekki að leita af leikmanni í stað Steven
Miðvikudagur 18. janúar 2012 kl. 09:27

Keflvíkingar ekki að leita af leikmanni í stað Steven

„Við erum sem stendur ekkert að leita af nýjum manni fyrir Steven. Þetta náttúrulega kom bara upp í gær þegar hann hringdi í mig eftir æfingu og sagðist vera að fara til Spánar.“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga inntur eftir því hvort nýr maður myndi fylla skarð Steven Gerrard sem fer til Oviedo á Spáni.

„Þetta er í spænsku silfur deildinni og þetta er hugsanlega stökkpallur fyrir hann, eða í það minnsta finnst honum það. Það var klausa í samningnum hans að hann mætti fara ef betra tilboð myndi berast og því ekkert sem við getum gert enda viljum við ekki standa í vegi fyrir leikmönnum sem vilja fara frá klúbbnum,“ sagði Sigurður ennfremur.

Arnar Freyr Jónsson er aðal leikstjórnandi liðsins en hefur verið meiddur í allan vetur meira og minna og framhaldið með hann lítur alls ekki vel út. „Hann fer í speglun á liðþófa á föstudag en þetta var að koma núna upp hjá honum. Við vonum auðvitað það besta og að hann nái sér sem fyrst og komist á völlinn en á meðan mun ég treysta á ungu strákana í að fylla skarðið sem Steven skilur eftir sig. Ég tók hann á sínum tíma því ég vissi hvað ég var að fá annars hefði ég líkast til ekki fengið neinn,“ sagði Sigurður í samtali við Karfan.is.

Næsti leikur Keflvíkinga er á fimmtudag gegn Grindavík en sterkar heimildir herma að Ryan Pettinella muni koma til með að klæðast gulri treyju í þeim leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024