Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í stökkfimi
Fimmtudagur 5. nóvember 2015 kl. 11:40

Keflvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í stökkfimi

Frábær árangur fimleikafólks

Fimleikadeild Keflavíkur eignaðist tvo Íslandsmeistara í stökkfimi um liðna helgi. Alls fóru 13 keppendur frá Keflavík til Akureyrar þar sem mótið fór fram og stóðu sig allir með prýði.

Í A-flokki 12-13 ára varð Lovísa Andrésdóttir Íslandsmeistari á dýnu og Thelma Rún Eðvaldsdóttir hlaut annað sætið, ásamt því að ná öðrum sætinu í samanlögðum árangri. Í sama flokki varð Andrea Dögg Hallsdóttir í öðru sæti á trampolíni. Í B-flokki 14-15 ára varð Tanja Ýr Ásgeirsdóttir í þriðja sæti á dýnu. Í A-flokki 14-15 ára hlaut Alma Rún Jensdóttir Íslandsmeistaratitil á trampolíni og í samanlögðum árangri ásamt því að ná öðru sætinu á dýnu. Í opnum flokki 16 ára og eldri hlaut Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman annað sæti á dýnu, trampolíni og í samanlögðum árangri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024