Keflvíkingar eignuðust Íslandsmeistara
Þær Lilja Björk og Alísa Rún Íslandsmeistar í fimleikum
Mótshluti 1-2 þreps Íslandsmótsins í fimleikum var haldið í Ármanni, í gær sunnudaginn 23. mars. Keflvíkingar eignuðust þar Íslandsmeistara en alls átti félagið sjö fulltrúa á mótinu.
Þrjár stúlkur kepptu í 1. þrepi 15 ára og eldri. Þær stóðu sig allar mjög vel. Keflvíkingurinn Lilja Björk Ólafsdóttir varð Íslandmeistar með 55,233 stig samanlagt.
Í 2. þrepi 14 ára og eldri kepptu fjórar stúlkur og stóðu þær allar sig virkilega vel. Alísa Rún Andrésdóttir frá Keflavík hlaut þar 53,800 stig samanlagt og hafnaði í öðru sæti og Katla Björk Ketilsdóttir hafnaði í þriðja sæti með stig 52,067 samanlagt.
Fimleikasamband Íslands ákvað að fresta Íslandsmótinu í þrepum sem halda átti á Akureyri ný liðna helgi vegna ófærðar. Í samráði við mótshaldara mun 5-3 þrep keppa helgina 4.-6. apríl nk á Akureyri.