Keflvíkingar eiga þrjár í liði ársins
Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net valdi úrvalslið ársins í Lengjudeild kvenna fyrir helgi og þar eru þrír Keflvíkingar í liðinu. Keflavík átti stórgott tímabil og tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári.
Celine Rumpf og Paula Isabelle Germino Watnick voru báðar valdar í úrvalsliðið auk fyrirliðans Natasha Anasi sem varð einnig í öðru sæti í vali leikmanns ársins.
Úrvalslið ársins 2020:
Chante Sherese Sandiford (Haukar)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll)
Celine Rumpf (Keflavík)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóll)
Mikaela Nótt Pétursdóttir (Haukar)
Jacqueline Altschuld (Tindastóll)
Natasha Anasi (Keflavík)
Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Murielle Tiernan (Tindastóll)
Paula Isabelle Germino Watnick (Keflavík)
Vienna Behnke (Haukar)