Keflvíkingar burstuðu Hamar
Keflvíkingar sigruðu Hamar frá Hveragerði auðveldlega í kvöld 107-75 (67-36) í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru greinilega staðráðnir í því að sigra þennan leik og halda sér í toppbaráttunni. Það má í raun segja að Hamarsmenn hafi aldrei átt möguleika á sigri þvi Keflvíkingar voru að spila mörgum klössum fyrir ofan þá í þessum leik. Leikgleðin skein úr andlitum þeirra og allir voru að spila vel. Bestu menn Keflvíkinga voru þeir Damon Johnson sem var með 32 stig, 10 fráköst og 5 stolna bolta og Gunnar Einarsson með 19 stig. Það má segja að allir leikmenn Hamars hafi verið slakir en Gunnlaugur Erlendson var þó þeirra besti maður en hann skoraði 19 stig.
Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga, sem skoraði 13 stig í leiknum, náði merkum áfanga í kvöld því hann er nú búinn að skora 11.000 stig fyrir lið Keflavíkur og óskum við honum til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga, sem skoraði 13 stig í leiknum, náði merkum áfanga í kvöld því hann er nú búinn að skora 11.000 stig fyrir lið Keflavíkur og óskum við honum til hamingju með þennan glæsilega árangur.