Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Keflvíkingar búnir að tapa tveimur leikjum
Calvin Burks Jr. bar af í liði Keflavíkur í kvöld með 27 stig og sjö fráköst. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 19. júní 2021 kl. 22:18

Keflvíkingar búnir að tapa tveimur leikjum

Þór Þorlákshöfn - Keflavík 88:83 (27:22, 20:15, 21:30, 20:16)

Annar leikur úrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla fór fram í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar, sem unnu fyrsta leikinn, héldu áfram sigurgöngu sinni og sigruðu Keflavík öðru sinni. Deildarmeistarar Keflavíkur eru nú tveimur leikjum á eftir í baráttunni og þurfa að vinna þrjá næstu leiki til að tryggja sér titilinn.

Eins og í fyrri leiknum byrjuðu Þórsarar með látum og náðu góðri forystu í fyrstu tveimur leikhlutunum (27:22 og 20:15). Keflvíkingar voru því tíu stigum á eftir þegar seinni hálfleikur byrjaði (47:37).

Keflvíkingar náðu góðum kafla í þriðja leikhluta og jöfnuðu leikinn í 64:64 en þriðja leikhluta lauk með eins stig forskoti heimamanna, 68:67.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík náði forystu í upphafi fjórða leikhluta (68:70) og voru þá komnir í fyrsta sinn yfir síðan á 2. mínútu. Þórsarar brotnuðu þó ekki við að hafa misst niður forystuna, keyrðu sig í gang á ný og náðu leiknum aftur á sitt vald. Þeir höfðu að lokum fimm stiga sigur, 88:82, og hafa pálmann í höndum sér í þessu einvígi tveggja bestu körfuboltaliða landsins.

Nú þurfa Keflvíkingar að rífa sig í gang ætli þeir ekki að láta bikarinn renna úr greipum sér. Kvennalið Grindavíkur sýndi það og sannaði í úrslitum fyrstu deildar kvenna fyrir skemmstu er ekkert ómögulegt en Keflavík, sem hefur verið yfirburðarlið í Domino's-deildinni í vetur, má ekki misstíga sig í þeim leikjum sem eftir eru.

Frammistaða Keflvíkinga: Calvin Burks Jr. 27/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Deane Williams 13/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 8, Valur Orri Valsson 5, Ágúst Orrason 1, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Arnór Daði Jónsson 0, Magnús Pétursson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Dubliner
Dubliner