Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar búnir að missa Ivan
Stuðningsmenn Keflavíkur þökkuðu Super-Ivan í síðasta leik fyrir framlag hans í sumar en þá var vitað að hann væri á förum. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 11. júlí 2022 kl. 15:06

Keflvíkingar búnir að missa Ivan

Úkraínski knattspyrnumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi, sem hefur leikið með Keflavík í Bestu deild karla í sumar, hefur yfirgefið herbúðir Kefl­vík­ing­a en hann var í láni frá Oleks­andriya í Úkraínu.

Mikill missir fyrir Keflavík en Ivan Kaliuzhnyi lék sex leiki með þeim í deildinni í sumar, þann fyrsta í 3:3 jafntefli gegn ÍBV snemma í maí.

Kaliuzhnyi tók út leikbann í síðasta leik þegar Keflavík vann góðan sigur á Fram en þessi öflugi miðjumaður hressti verulega upp á leik liðsins þegar hann gekk til liðs við Keflvíkinga snemma í maí. Hann lék sex leiki með Keflavík í Bestu deild­inni í ár og einn leik í bikar, gegn Njarðvík.

Keflavík er í ágætis stöðu í deildinni eftir ellefu leiki, er núna í sjöunda sæti með fjórtán stig. KR er tveimur stigum fyrir ofan Keflavík en þeir hafa leikið einum leik fleiri en Keflvíkingar sem mæta Val á Hlíðarenda í kvöld og geta því með sigri komið sér í sjötta sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024