Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar blása í stríðslúðra
Föstudagur 17. nóvember 2006 kl. 13:24

Keflvíkingar blása í stríðslúðra

Keflvíkingar eiga erfitt verk fyrir höndum í kvöld þegar þeir mæta úkraínska liðinu BC Dnipro Dnepropertrovsk í Evrópukeppninni í körfubolta.

Andstæðingar Keflvíkinga hafa eins og flest önnur lið í þesari keppni afar hávöxnu liði á að skipa og unnu fysta leik sinn í riðlinum gegn sænska liðinu Holmer Norrköping þar sem sterkur varnarleikur var í aðalhlutverki.

Magnús Þór Gunnarsson, stórskytta Keflvíkinga, var ekki með í síðasta leik, en sagði að vörnin hafi verið þeirra veikleiki. „Við verðum að þétta vörnina hjá okkur fyrir þennan leik, en okkurs ýnist þessi leið vera svipuð að getu. Nú erum við hins vegar á heimavelli og það gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ætlum að sýna þeim að við erum ekkert lakari og ætlum að rassskella þá en við þurfum að hafa áhorfendur með okkur í því."

Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 19.15.

 

Mynd úr safni: Arnar Freyr Jónsson verður sínum mönnum mikilvægur í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024