Keflvíkingar bikarmeistarar í fjórða sinn - myndasyrpa!
Keflavík varð um helgina bikarmeistari karla í körfuknattleik eftir að hafa borið sigurorð af Snæfelli, 95:71, í úrslitaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni. Staðan í hálfleik var 46:33 en eftir að leikurinn hafði verið í járnum til að byrja með tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og unnu öruggan sigur. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill liðsins og með þessum sigri nálgast þeir markmið vetrarins en það er að sigra í öllum keppnum.Eins og áður sagði var leikurinn mjög fjörugur til að byrja með og svo virtist sem Snæfellingar ætluðu sér ekki að láta sömu sögu endurtaka sig þegar liðin mættust í bikarúrslitum fyrir 10 árum en þá völtuðu Keflvíkingar hreinlega yfir þá. Í lok 1. leikhluta má segja að kaflaskil hafi orðið í leiknum en þá átti sér stað umdeilt atvik þegar Hynur Bæringsson og Damon Johnson lentu í slagsmálum og allt ætlaði uppúr að sjóða. Mörgum fannst að dómararnir hefðu átt að henda báðum leikmönnum út úr húsi en þeir gerðu hins vegar það eina rétta í stöðunni, gáfu báðum leikmönnum tæknivillu og þar með var málið afgreitt, enda hefði verið sorglegt að fá hvorki að sjá Damon Johnson né Hlyn Bæringsson lungan úr leiknum.
Eftir þetta atvik fór Damon í gang og fylgdi allt Keflavíkurliðið í kölfarið. Magnús Gunnarsson átti góða rispu í lok hálfleiksins með tveimur þristum og fóru Keflvíkingar með 13 stig forskot inn í klefa í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki næstum eins skemmtilegur og sá fyrri enda gerðu Keflvíkingar út um leikinn strax í byrjun 3. leikhluta og eftir að hafa náð á tímabili um 30 stiga forskoti var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda, til þess voru Keflvíkingar of sterkir.
Leikurinn verður ekki í minnum hafður sem besti bikarleikur allra tíma en Suðurnesjamennirnir komu til að klára verkefni, og það tókst.
„Ætli þetta sé ekki síðasta skiptið sem ég tek við þessum bikar“, sagði Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga í leikslok eftir að hann hafði tekið við bikarnum í fjórða sinn fyrir Keflavík. „Leikurinn var okkar frá upphafi en í byrjun síðari hálfleiks náðum við að hrista þá algjörlega af okkur. Við erum með unga leikmenn og reynslumikla innan okkar raða og það er góð blanda. Nú eru aðeins tveir titlar eftir sem við ætlum okkur að vinna og því fer lítill tími í að fagna“.
Allir komust á blað hjá Keflavík en Damon Johnson var stigahæstur með 27 stig en hann fór í gang eftir hin umdeildu slagsmál í fyrri hálfleik. Edmund Saunders skoraði 19 stig og tók fjölda frákasta, Magnús Þór Gunnarsson var heitur í fyrri hálfleik og setti 11 stig í leiknum, Gunnar Einarsson var með 10 stig, Falur Harðarson, Davíð Þór Jónsson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Stefánsson voru með sín 6 stigin hvor og Jón Hafsteinsson og Guðjón Skúlason skoruðu 2 stig.
Eftir þetta atvik fór Damon í gang og fylgdi allt Keflavíkurliðið í kölfarið. Magnús Gunnarsson átti góða rispu í lok hálfleiksins með tveimur þristum og fóru Keflvíkingar með 13 stig forskot inn í klefa í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki næstum eins skemmtilegur og sá fyrri enda gerðu Keflvíkingar út um leikinn strax í byrjun 3. leikhluta og eftir að hafa náð á tímabili um 30 stiga forskoti var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda, til þess voru Keflvíkingar of sterkir.
Leikurinn verður ekki í minnum hafður sem besti bikarleikur allra tíma en Suðurnesjamennirnir komu til að klára verkefni, og það tókst.
„Ætli þetta sé ekki síðasta skiptið sem ég tek við þessum bikar“, sagði Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga í leikslok eftir að hann hafði tekið við bikarnum í fjórða sinn fyrir Keflavík. „Leikurinn var okkar frá upphafi en í byrjun síðari hálfleiks náðum við að hrista þá algjörlega af okkur. Við erum með unga leikmenn og reynslumikla innan okkar raða og það er góð blanda. Nú eru aðeins tveir titlar eftir sem við ætlum okkur að vinna og því fer lítill tími í að fagna“.
Allir komust á blað hjá Keflavík en Damon Johnson var stigahæstur með 27 stig en hann fór í gang eftir hin umdeildu slagsmál í fyrri hálfleik. Edmund Saunders skoraði 19 stig og tók fjölda frákasta, Magnús Þór Gunnarsson var heitur í fyrri hálfleik og setti 11 stig í leiknum, Gunnar Einarsson var með 10 stig, Falur Harðarson, Davíð Þór Jónsson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Stefánsson voru með sín 6 stigin hvor og Jón Hafsteinsson og Guðjón Skúlason skoruðu 2 stig.