Keflvíkingar bestir á Reykjavíkurleikunum
Sópuðu að sér verðlaunum í taekwondo
Keflvíkingar voru með bestan árangur í taekwondo á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um liðna helgi. Keflvíkingar sópuðu að sér 13 gullverðlaunum 13 silfurverðlaunum og 5 bronsverðlaunum. Auk þess var Keflvíkinguinn ungi, Guðjón Steinn Skúlason valinn karlkeppandi mótsins en hann fékk 4 gullverðlaun.
Um næstu helgi keppir Keflvíkingurinn Kristmundur Gíslason á US Open sem er eitt af stærstu mótum í heiminum. Þar freistar hann gæfunnar að komast hærra upp heimslistann í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana 2020.
Kristmundur keppir á US open í Las Vegas um helgina.