Íþróttir

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Þórsara
Laugardagur 24. janúar 2015 kl. 12:27

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Þórsara

Keflvíkingar lögðu Þórsara 114-97 á heimavelli sínum, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Sigur Keflvíkinga var aldrei í eiginlegri hættu, en í þriðja leikhluta náðu þeir á tímabili 35 stiga forystu. Damon Johnson er að komast aftur í form eftir meiðsli, en hann skoraði 24 stig í leiknum í gær. Davon Usher bætti svo við 21 stigi fyrir Keflvíkinga sem dreifðu stigaskorinu bróðurlega á milli sín. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp fyrir granna sinn úr Njarðvík og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar, en þó hafa liðin jafnmörg stig.

Keflavík-Þór Þ.

Keflavík: Damon Johnson 24/8 fráköst, Davon Usher 21/12 fráköst, Valur Orri Valsson 19/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 11/5 stolnir, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Reggie Dupree 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Andrés Kristleifsson 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024